miðvikudagur, 1. apríl 2015

Blóm blóm og aftur blóm



Ég hef alltaf verið virkilega skotin í blómum, finnst þau gefa heimilinu líf og lit en ég viðurkenni að þetta er einnig svolítil nostalgía þar sem ég man eftir alls kyns blómum á heimili foreldra minna. Ég man sérstaklega eftir indíánafjöðrinni sem móðir mín hugsaði vel um enda hef ég verið orðinn stoltur eigandi af eins blómi í nokkur ár. Vandamálið hjá mér er blómapotturinn. Ég virðist ekki finna blómapott sem mig langar í inn á heimilið mitt en ég hef mjög takmarkaðan áhuga á þessum svörtu og hvítu plastpottum sem seldir eru í öllum betri blómaverslunum landsins. Mig langar í potta sem eru stílhreinir en samt vísun í eftirlætis retró hönnunartímabilið mitt og þá fann ég þessar gersemar á pinterest. Þessir blómapottar flestir eru frá Mad Modern og Hip Haven og eru kallaðir bullet planters. 

Því miður hef ég ekki fundið svipaða blómapotta hér á landi né svipaða standa en ég mun ekki gefast upp! 










Blóm geta einnig verið skemmtileg viðbót við karakter heimilisins og til eru alls kyns pottar og plöntur fyrir allar típur af heimilum. 






Með hækkandi sólu koma nýir straumar inn á íslensk heimili og nú eru það macrame vafningar fyrir pottana. Þetta er í raun nafn yfir ákveðna fléttuaðferð sem var mjög vinsæl í denn. Það er ekkert brjálæðislega erfitt að gera svona fléttur en einnig er hægt að redda sér með því að gera hnúta á réttum stað. Til eru mörg youtube myndbönd sem kenna svona aðferðir og hér eru mín eftirlætis: einfaldari macrame hnútar fyrir þá sem leggja ekki í of flókna hnúta en fyrir dundarana er þetta youtube myndband algjör snilld. Það er langdregið en sýnir vel hvernig helsti hnúturinn er gerður. Mæli samt með því fyrir þá sem þjást af athyglisbrest (líkt og ég) að slökkva á hljóðinu því fuglahljóðin breytast í hálfgerða martröð þegar líður á myndbandið. 








Önnur ný blómabylgja eru svokölluð loftblóm eða air plants. Það eru til rúmlega 650 týpur af blómum sem geta lifað án moldar. Loftblómin nota ræturnar til að festa sig við steinana, mölina, viðinn eða hvað það er sem heldur þeim uppi og moldin er því óþörf. Þó þarf að gæta að plönturnar séu ekki í miklum kulda en flestar af þessum plöntum eru hitabeltisplöntur. 

Hægt er að nálgast leiðbeiningar um umhirðu loftplantna á netinu en þessar plöntur henta mjög vel þeim sem vilja ekki of stór blóm, eru með pöddufóbíu (sem fylgja oftast moldinni) og ekki skemmir lúkkið á þessum skemmtilegu plöntum og hvað þá hyrslunni en ég er virkilega skotin í þessum glerhyrslum. 












Þrátt fyrir að þessar plöntur eru kallaðar loftplöntur þá þurfa þær í raun ekkert endilega að vera hangandi






Þessar glerhyrslur eru að mínu mati alveg sjúklega flottar og ég hef fundið nokkrar DIY síður sem kenna að gera svona hyrninga til að hengja upp (án glers). Þannig að planið er að henda í annað blogg fljótlega með þessum leiðbeiningum so stay tuned! 

Knús og kram <3
Perla









Engin ummæli:

Skrifa ummæli