Ég rakst á skemmtilegt innlit á Bolig síðunni á danskt heimili sem hefur stílhreinann skandínavískan stíl en þó glittir í retróáhrif og náttúru. Einnig ná íbúarnir að blanda saman daufum litum við staka sterka liti sem hafa mikil áhrif á hvert rými fyrir sig. Þannig að þetta heimili hitti algjörlega í mark hjá litríku retrósjúku Perlu. Ég skoða Boligmagasinet mjög mikið og þrátt fyrir að ég skilji varla helminginn (klöppum fyrir stúdentinum í dönsku!) þá tala myndirnar algjörlega sínu máli.
Takið eftir hvernig svæðin eru afmörkuð með gólfmottum í hlutlausum lit
Viðurinn gefur hlýleikann á móti stílhreinum stílnum
Grafísk munstur og litir setja skemmtilegan svip á rýmin
Takið eftir sturtuhenginu en notuð er trágrein sem stöng
Mig langar að fá að grípa tækifærið og þakka google translate fyrir að vera til! Án þess væri ég ekki svona mikill bessewisser um hin ýmsu mál og héngi eflaust minna á lífstílsbloggum norrænna frænda okkar sem eru einmitt svo ansi skemmtilegir bloggarar!
Kær kveðja Perla










Engin ummæli:
Skrifa ummæli