föstudagur, 3. apríl 2015

Dásamlegt heimili hönnuðarins á bak við Up The Wodden Hills

Lisa Marie Anderson er hönnuðurinn á bak við pappírshönnunina Up The Wooden Hills. Í fyrstu var þetta fatahönnunarfyrirtæki en sumarið 2013 byrjaði Lisa Marie að selja origami hluti í verslun sinni og með tímanum þróaðist hönnun hennar út í fallega pappírshönnun þar sem origami hlutirnir slógu í gegn. Þar sem eftirspurnin var jafn mikil á fötunum og origami hlutunum varð hún að velja á milli og í lok sumarsins 2013 hætti hún í fataiðnaðinum og einbeitti sér eingöngu að origami pappírslistinni en einnig heldur hún uppi skemmtilegu bloggi.  




Lisa Marie hannar sjálf pappírinn sem hún notar í origami verkin en hönnun hennar er mjög kvenleg, stílhrein og rómantísk og hún fær einnig innblástur frá náttúrunni en vinnustofan hennar er staðsett í litlu fallegu íbúðinni hennar í Gothenburg í Svíþjóð. Af og til heldur hún einnig námskeið í origami listinni 






Eins og sést er heimilið hennar einnig innblásið af rómantík og náttúru með fallegri blöndu af tekki, myndlist og keramík og skapar þannig persónulega stemningu en pappírshönnun hennar setur einnig litríkan en stílhreinan stíl á heimilið. 

Ég mun klárlega taka aftur upp origami taktana þegar ég byrja að innrétta húsið mitt eftir smá framkvæmdir og hér er hægt að læra að gera þessar dásemdir. Gæta þarf þess að nota réttan pappír í fuglana en ég persónulega mæli með mjúka pappírnum sem fæst í Tiger en einnig hef ég gert nokkra úr skrautlegum innpökkunarpappír passa bara að hann sé ekki of stífur. 

Kær kveðja
Perla

Engin ummæli:

Skrifa ummæli