sunnudagur, 26. apríl 2015

Teip-art

Teip-art er algjör snilld þegar kemur að ódýrri lausn hvort sem það er tómlegur veggur eða húsgagn sem þarf að redda og eru möguleikarnir í raun endalausir. Áður en teipaður er veggur þarf að þrífa hann vel og lofa honum að þorna og ekki þýðir að líma á nýmálaðan vegg, það mun bara detta af fljótlega. Því er gott að bíða í 2-3 vikur áður en teipað er. Gott er að vera búin að ákveða hvers konar mynstur á að fara á vegginn og stærðina og munið að less is more svo að teipið hertaki ekki rýmið. Gott er að hafa við hendina hreinan klút til að þrýsta teipinu betur niður á vegginn, fíngerð skæri eða jafnvel föndurhníf til að skera endana og munið að alls ekki toga teipið til að það nái því það mun bara ganga til baka með tímanum. Best er að draga smátt og smátt út bút af rúllunni og þrísta honum niður á vegginn með puttunum þannig að það teygist ekki á teipinu og þrýsta síðan yfir það með klútinum.  

Ég hef nýtt mér þessa leið til að redda tómlegum veggjum heimilisins og ég fékk hugmyndirnar á pinterest en ég notaði leitarorðið tape wall art. Hreindýrið er frekar stórt sem er aðeins erfiðara fyrir óvana en þessi dásemd er enn í anddyrinu en hyrningarnir voru tímabundin redding sem var hent upp á núll einni. 




Eins og þið sjáið á hyrningunum þá er teipið byrjað að losna af í hornumum og hornin eru ekki fullkomin en þetta getur verið góð og ódýr tímabundin redding fyrir óþolinmóða sem vilja reddingu á ljóta eða tómlega veggi sem á t.d. eftir að mála en til lengri tíma er gott að gera þetta almennilega til að teipið haldist. 












Þessi snilld einskorðast ekki eingöngu við veggi því einnig er hægt að "pimpa upp" húsgögn, hurðar, gólf og hin ýmsu heimilistæki.








Oftast er þessi snilld kennd við Washi tape hvort sem það teip er notað eður ei þá virðist nafnið hafa festst við þá list að teipa allt milli himins og jarðar en einnig eru til aðrar tegundir af svipuðum teipum.

Washi tape kemur frá japan og er búið til úr pappír en "wa" þýðir í raun japanskt og "shi" þýðir pappír og orðið washi er því notað yfir pappír sem er búinn til eftir ströngum reglum japanskrar arfleiðar í pappírsgerð. Washi tape er hálfgegnsætt en flest eru þó mjög sterk. Hægt er að fá þau mynstruð og í alls kyns litum til að lífga upp á lífið og tilveruna. 











Þá er bara að skella sér í næstu föndurbúð eða húsgagnaverslun og fjárfesta í teiprúllu og teipa eins og vindurinn! 

Knús og kremj
Perla



Engin ummæli:

Skrifa ummæli