sunnudagur, 12. apríl 2015

Vírakarfan frá Ferm living

Ferm living framleiðir æðislegar og fjölnota vírakörfur í nokkrum stærðum og litum. Þær sóma sig vel hvort sem það er undir leikföng, viðarbjálka, handklæðin eða sem ruskakarfa! 





En einnig er hægt að fá viðarplötur til að breyta þeim í borð og fást plöturnar í þremur stærðum. 


Þetta borð á innanhússtíllistinn og vinkona mín Fjóla Finnbogadóttir og það sómar sér vel í félagsskap Eames ruggustólsins og hinum margrómaða Omaggio vasa. Stundum veit ég ekki hvort ég sé að heimsækja hana vegna frábærs félagsskaps eða til að dást að fallegu heimili hennar (held að bæði eigi við). 


Þessi stofa er í eigu lífstílsbloggarans Katerina Dima en hún heldur úti blogginu onlydecolove.com 



Hægt er að gera helling með því einu að hafa sterkan lit í körfunni og síðan er hægt að skipta um eftir ber hag. Einnig er sniðugt að nota bakka sem topp á borðið eða jafnvel snúa körfunni við og nota stærri plötu. Í raun er þetta spurning um að vera hugmyndaríkur og gera sem mest úr mublunni eftir sínum eigin smekk. 

Kær kveðja
Perla

Engin ummæli:

Skrifa ummæli