mánudagur, 13. apríl 2015

Lovestar


Lovestar er hugarburður ástralans Helen Bayley. Hún sagði upp starfi sínu sem lögmaður til að fara út í framleiðslu á þessum æðislegu vösum en þau senda um allan heim þannig að hægt er að fá þessar dásemdir hingað á klakann með því að panta af heimasíðu þeirra. Vasarnir hafa vakið mikla athygli erlendis og hafa birst í hinum ýmsu blöðum eins og Style Magazine, Womens Weekly, Adore Home og Cosmopolitan þrátt fyrir að fyrirtækið sé sé mjög nýtt af nálinni. Verðlagið á vörum þeirra er alls ekki ódýrt en hafa ber í huga að hver vara er handgerð og tekur nokkra daga í framleiðslu.




Hver vasi er unninn í höndunum en Helen, eiginmaður hennar og tengdafaðir vinna öll ákveðna færibandavinnu við það að setja saman hvern vasa en gætt er að hver vasi standist strangar útlitslegar og endingargóðar kröfur fjölskyldunnar. 




 Frida Kahlo vasinn er mjög vinsæll en bæði er hægt að láta vasana standa og festa þá upp á vegg. 





Litagleði! Þessi mynd er tekin á heimili fjölskyldunnar en þar býr Helen ásamt eiginmanni sínum og tveim börnum en á veggnum eru vatnsmelónuvasar frá Lovestar. 


Söluhæsta varan þeirra er virkilega skemmtileg handtaska en einnig eru þau byrjuð að framleiða fatnað og fylgihluti.



Lovestar heldur úti skemmtilegri facebook og instagram síðu fyrir áhugasama og ég veit ekki með ykkur en ég er alla vega byrjuð að safna fyrir einu ef ekki tveim hjörtum á vegginn!

Kær kveðja
Perla <3 





 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli