miðvikudagur, 1. apríl 2015

Retro Modern


Ég er alveg sjúk í retró tímabilið og það sést vel á heimili mínu enda meirihlutinn tekk. En til þess að manni líði ekki eins og að ganga inn um tímavél þegar maður kemur heim til sín er gaman að blanda gömlu við nýtt, fá smá modern stíl á þetta og ekki skemmir þegar skandinavísk áhrif spila inn í blönduna.

Þegar talað er um retro er oftast átt við "the sixties og seventís" eða mid-century tímabilið en þar sem við íslendingarnir þurfum alltaf að gera allt aðeins flóknara tölum við um sjöunda og áttunda áratug seinustu aldar en til að auðvelda mér lífið þá ætla ég bara að kalla þetta tímabil retró. Í dag koma sterkir straumar frá þessum tímabilum sem ég er virkilega ánægð með. Í ár hafa mjög flott geómetrísk munstur helst í svörtu og hvítu tröllriðið íslenskum heimilum en þessi nýja tíska passar vel inn í mínimalíska skandínavíska stílinn. En með hækkandi sólu verðum við íslendingar oftast aðeins litríkari á heimilum okkar (og þar er ég engin undantekning). 


                                                 



Hér sjást augljós áhrif frá retró tímabilinu og með því að blanda við svart-hvíta geómetrík er hægt að færa stílinn nær nútímanum (retro modern). Einnig eru húsgögnin sjálf farin að skarta litum eins og turkís sófaborðið frá West Elm (takið eftir að tekkið fær að njóta sín á fótum borðsins) en einnig er móðins að setja kopar neðst á fætur mublanna.


Smá litur getur gert ótrúlega mikið. Með svona ljósum mublum er hægt að krydda aðeins tilveruna með skemmtilegum litum en muna bara að less is more! Stóllinn á myndinni er eftir Harry Bertoia en eightís krakkarnir ættu að muna eftir stólum frá honum (djúpu netastólarnir). Þannig að í stað þess að fylla heimilið af hlutum til að skapa karakter er sem dæmi sniðugt að mála einn vegginn í öðrum lit eins og gráum, geómatísk veggfóður eða límmiðar eru einnig að koma sterkt inn og fyrir þá allra flippuðustu er hægt að mála í skemmtilegum lit. Þannig verða hlutir heimilisins ekki of yfirgnæfandi og njóta sín þá betur. Litir spila í raun stórt hlutverk þegar kemur að því að skapa réttu retró áhrifin á heimilið en sterkir litir virka vel innan um stílhrein húsgögnin sem einkenna þetta tímabil. Helstu form þessa tímabils eru meðal annars bullet shape, atomic og sunburst.

Gott dæmi um sunburst eru klukkurnar sem voru svo vinsælar á retró tímanum. Þessar klukkur eru oftast í sterkum litum, tekki eða úr málmi. Formið var ekki eingöngu bundið við klukkur en sem dæmi voru til speglar í þessum stíl. Epal er meðal annars að selja svona klukkur sem hafa verið settar í nýjan og nútímalegri búning en einnig er hægt að fá þær í gömlu litunum.









Gulur, grænn, turkís og appelsínugulur virka vel við tekkið eins og sést á sumum myndunum fyrir ofan en ég er persónulega sjúk í appelsínugulann enda með ófáa hluti í þeim lit á heimilinu!

Síðan er bara að hafa gaman af stílliseringu heimilisins og lofa persónuleikanum að skína í gegn!

Knús og kram! 
 Perla




Engin ummæli:

Skrifa ummæli