föstudagur, 10. apríl 2015

Geómetrískar dásemdir


Update! Eftir smá sjokk áttaði ég mig á því að ég henti inn röngu "dragi" af bloggi í algjörri fljótfærni, auðvitað tók það mig nokkra daga að átta mig á því þar sem ég hef verið svo upptekin af gardínuframkvæmdum á heimilinu og biðst afsökunar á þessu... athyglisbresturinn slær í gegn þegar Perlan er að snúast í of mörgu. 

En það hefur varla farið fram hjá neinum (stílliseringa og hönnunarfíklum þ.e.a.s.) að geómetríkin er heit í dag. Hægt er að sjá húsgögn, myndlist, teip art, teppi, fatnað og jafnvel húðflúr með geómetrísk mynstur.  






Origami ljósin á myndunum heita Moth og er handgert origami eftir Nellianna en hún er hluti af hönnunarteyminu Studio Snowpuppe 


Mig hefur lengi langað í skemmtilegt svart-hvítt teppi undir borðstofuna mína til að afmarka hana aðeins í stórri stofunni. Vinsælast virðist vera þetta æðislega röndótta teppi frá Ikea.




Vefnaðarvörurnar eru ekki síður flottar með þessa geómetrík en í sumar verða litirnir meira áberandi í bland við smá "hippaáhrif" ef svo má að orði komast.




Hægt er að fá fallega vasa og alls kyns búsáhöld í geómetrísku munstri en þessir dásemndar bollar eru frá vefversluninni Esjadekor og heita Present Time




Dásemdirnar á myndinni hér fyrir ofan eru vörur frá Fermliving og fást í Epal. 

Það þarf ekki mikið til að poppa upp rýmið þar sem mynstrin eru oftast frekar áberandi vegna einfaldra forma sinna og eru því nokkuð afgerandi. Síðan er bara að muna að less is more er oftast gullna reglan þegar kemur að stílliseringu heimilisins svo að fallegir hlutirnir fái að njóta sín <3

Kær kveðja
Perla





Engin ummæli:

Skrifa ummæli